Ábyrgar fjárfestingar

Við leggjum ríka áherslu á ábyrgar fjárfestingar, enda eru þær orðnar hluti af greiningu fjárfestingarkosta og því upplýsingagjöf mikilvæg.

Við leitumst við að tryggja stöðuga innleiðingu stefnu um ábyrgar fjárfestingar í alla fjárfestingarferla og fjárfestingarákvarðanir.

image

Áherslur í ábyrgum fjár­fest­ingum

Mikilvægt að taka tillit til umhverfismála, samfélagslegra þátta og góðra stjórnarhátta í daglegum störfum og hafa þannig jákvæð áhrif á samfélagið okkar, á sama tíma og það er viðskiptavinum SIV til hagsbóta. Stjórn félagsins hefur tileinkað sér góða stjórnarhætti.

  • SIV er aðili að IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar á Íslandi en tilgangur samtakanna er að stuðla að aukinni þekkingu og umræðu um aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.
  • SIV er aðili að UN PRI. Hægt er að fylgjast með árangri félagsins og eftirfylgni við reglur PRI um ábyrgar fjárfestingar í árlegri framvinduskýrslu.

Viltu vita meira?