Eignastýring

Hjá SIV starfa sérfræðingar í hverjum eignaflokki fyrir sig með mikla reynslu af virkri stýringu eigna fyrir almenning og stofnanafjárfesta. Alltaf með hagsmuni þeirra að leiðarljósi.

image

Fjölbreyttir valkostir

SIV býður upp á fjölbreytta valkosti fyrir almenning og fagfjárfesta. Vöruúrval SIV byggir á því að viðskiptavinir geti mótað eignasafn sem samsvarar þeirra fjárfestingarstefnu, sem miðast út frá markmiðum hvers og eins um áhættuþol og væntingar um ávöxtun.

Sérfræðingar SIV fylgjast daglega með upplýsingum um fjármálamarkaði og aðstæður í efnahagsumhverfinu og gera ítarlega greiningu á þeim þáttum sem hafa áhrif á virði verðbréfa

Hjá sérfræðingum SIV fæst óháð greining á fjárfestingarkostum og byggja fjárfestingar á mati sérfræðinga á stöðunni hverju sinni.

Viltu vita meira?